Sekur Pierre Le Guennec.
Sekur Pierre Le Guennec.
Eftir að hafa velkst um í frönsku dómskerfi um skeið hefur verið kveðinn upp úrskurður í máli rafvirkja sem vann á sínum tíma fyrir spænska listmálarann Pablo Picasso og sagði hann hafa gefið sér fjölda verka sem fundust hjá honum.

Eftir að hafa velkst um í frönsku dómskerfi um skeið hefur verið kveðinn upp úrskurður í máli rafvirkja sem vann á sínum tíma fyrir spænska listmálarann Pablo Picasso og sagði hann hafa gefið sér fjölda verka sem fundust hjá honum. Rafvirkinn Pierre Le Guennec og eiginkona hans voru ákærð fyrir að hafa í sinni vörslu alls 271 verk eftir listamanninn kunna, teikningar og grafíkverk, að verðmæti hundruð millljóna, ef ekki milljarða króna. Dómari í Grasse dæmdi hjónin bæði í tveggja ára fangelsi og skipaði þeim að skila verkunum til Picasso-fjölskyldunnar.

Verkin komu í leitirnar 40 árum eftir að Le Guennec sagði Picasso hafa gefið sér þau og höfðu þau þá verið geymd í bílskúr hjónanna allan þann tíma. Börn Picassos og galleristar hans rengdu framburð rafvirkjans, sögðu Picasso aldrei hafa gefið slíka stafla verka, sem mörg hver voru ómerkt. Í þau skipti sem hann gaf myndir áritaði hann þær alltaf.