Námskeið fyrir börn um leiklist í kvikmyndum verður haldið í dag kl. 14 í Bíó Paradís og er það hluti af dagskrá Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar sem stendur þar yfir.

Námskeið fyrir börn um leiklist í kvikmyndum verður haldið í dag kl. 14 í Bíó Paradís og er það hluti af dagskrá Alþjóðlegrar barnakvikmyndahátíðar sem stendur þar yfir. Námskeiðinu stýra Ask Hasselbalch, leikstjóri Antboy-kvikmyndanna, Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri Algjör Sveppi-myndanna, og Ólafur S.K. Þorvaldz, leikari og leiklistarkennari. Hasselbalch og Bragi munu fjalla um heim barnakvikmyndagerðar og fjalla um reynslu sína af því að leikstýra börnum í kvikmyndum sínum og þátttakendur fá að kynnast leiklist í kvikmyndum undir stjórn Ólafs. Skráning á námskeiðið fer fram með tölvupósti og skal senda hann á netfangið helga@bioparadis.is.

Viðtal við Hasselbalch má finna á bls. 55 í Morgunblaðinu í dag og kemur m.a. fram í því að tökur á þriðju og síðustu Antboy-myndinni hefjist í sumar.