Vatnið Dagur kalda vatnsins er á morgun, sunnudaginn 22. mars.
Vatnið Dagur kalda vatnsins er á morgun, sunnudaginn 22. mars. — Morgunblaðið/RAX
Alþjóðlegur dagur kalda vatnsins er 22. mars ár hvert og af því tilefni hefst á morgun, sunnudag, fræðslu- og listasýning Katrínar Þorvaldsdóttur og Eydísar Mary Jónsdóttur, Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna.
Alþjóðlegur dagur kalda vatnsins er 22. mars ár hvert og af því tilefni hefst á morgun, sunnudag, fræðslu- og listasýning Katrínar Þorvaldsdóttur og Eydísar Mary Jónsdóttur, Huldir Heimar Hafsins – Ljós þangálfanna. Formleg opnun verður klukkan 13 í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði og geta gestir skoðað sýninguna til klukkan 17. Í tilkynningu frá Þekkingarsetrinu segir meðal annars að sýningin sé „bæði fræðslu- og listasýning þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna“. Texti sýningarinnar er bæði á íslensku og ensku. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.