Stuðningur François Hollande skoðar minjar frá Mesópótamíu.
Stuðningur François Hollande skoðar minjar frá Mesópótamíu. — AFP
François Hollande Frakklandsforseti hefur beðið stjórnendur Louvre-safnsins í París að senda sérfræðinga til Bagdad til að meta þær skemmdir sem hryðjuverkamenn ISIS hafa valdið á merkilegum menningarminjum.

François Hollande Frakklandsforseti hefur beðið stjórnendur Louvre-safnsins í París að senda sérfræðinga til Bagdad til að meta þær skemmdir sem hryðjuverkamenn ISIS hafa valdið á merkilegum menningarminjum.

Þegar Hollande greindi frá ákvörðun sinni í Louvre sagði hann frönsk stjórnvöld gera hvað sem þau gætu til að stöðva árásir hryðjuverkamanna á menningarminjar. Um leið var tilkynnt að í útibúi Louvre í Lens verði á næsta ári opnuð sýning um Mesópótamíu í samstarfi við söfn í Írak. Þá hét Hollande því að frönsk stjórnvöld hjálpi til við að þjálfa unga íraska fornleifafræðinga og að frönskum gögnum um fornminjar á svæðinu, sem hefur verið safnað síðan snemma á 19. öld, verði komið í stafrænan búning og þau afhent Írökum.