• Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður gekk til liðs við eitt frægasta lið heims þegar hann samdi við Los Angeles Lakers 22. mars 1986. • Pétur fæddist 1958 og er eini Íslendingurinn sem spilað hefur í NBA-deildinni.

Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður gekk til liðs við eitt frægasta lið heims þegar hann samdi við Los Angeles Lakers 22. mars 1986.

• Pétur fæddist 1958 og er eini Íslendingurinn sem spilað hefur í NBA-deildinni. Þar valdi Portland Trail Blazers hann í nýliðavali 1981 og varð Pétur fyrstur Evrópubúa til að leika í þessari sterkustu deild heims. Pétur lék einnig með Lakers og San Antonio Spurs í NBA. Áður lék hann með liði Washington-háskóla. Hérlendis lék Pétur með Val, ÍR, Tindastóli og Breiðabliki. Hann spilaði 54 A-landsleiki og var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ í ársbyrjun 2015.