Einsöngvarar Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson baritón syngja einsöng í Sjávarsinfóníunni eftir Ralph Vaughan Williams í dag og á mánudaginn.
Einsöngvarar Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson baritón syngja einsöng í Sjávarsinfóníunni eftir Ralph Vaughan Williams í dag og á mánudaginn.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
130 manna hópur ungmenna í Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytur hér á landi Sjávarsinfóníuna, A Sea Symphony, eftir Ralph Vaughan Williams í Langholtsskirkju í dag kl. 17 og á mánudaginn, 23. mars, kl. 20.

130 manna hópur ungmenna í Háskólakórnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytur hér á landi Sjávarsinfóníuna, A Sea Symphony, eftir Ralph Vaughan Williams í Langholtsskirkju í dag kl. 17 og á mánudaginn, 23. mars, kl. 20. Einsöngvarar verða Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson baritón og stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson.

„Sjávarsinfónían er eitt magnaðasta verk breska tónskáldsins. Það byggist á kvæði eftir Walt Whitman og lýsir baráttu sjómanna við hafið á magnaðan hátt,“ segir í tilkynningu um verkið og að Ralph Vaughan Williams (1872-1958) þyki eitt merkasta tónskáld Englendinga á 20. öld. „Árið 1903, þegar Vaughan Williams var þrítugur að aldri, hóf hann að semja þessa fyrstu sinfóníu sína fyrir tvo einsöngvara, kór og hljómsveit og lauk smíðinni árið 1909,“ segir í tilkynningunni.