Gróttumenn eru komnir með annan fótinn upp í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir sigur á Selfyssingum, 26:20, á Selfossi í gærkvöld. Viggó Kristjánsson átti stórleik og skoraði 13 af mörkum Seltirninga.

Gróttumenn eru komnir með annan fótinn upp í úrvalsdeild karla í handknattleik eftir sigur á Selfyssingum, 26:20, á Selfossi í gærkvöld. Viggó Kristjánsson átti stórleik og skoraði 13 af mörkum Seltirninga.

Þeim nægir nú að vinna hitt Selfossliðið, Míluna, í næstsíðustu umferð deildarinnar næsta föstudagskvöld til að fara upp.

Víkingar geta þó fræðilega enn náð toppsætinu og farið upp. Þeir unnu KR, 25:22, en eru þremur stigum á eftir Gróttu. Liðin mætast í lokaumferðinni. vs@mbl.is