Vodafone hefur breytt heiti á þjónustunni sem áður hét Tímaflakk yfir í Tímavél. Þetta er gert í kjölfar kröfu Símans um 400 milljóna króna skaðabætur vegna notkunar á heitinu Tímaflakk, en Síminn hafði fengið það skráð sem vörumerki hjá...

Vodafone hefur breytt heiti á þjónustunni sem áður hét Tímaflakk yfir í Tímavél. Þetta er gert í kjölfar kröfu Símans um 400 milljóna króna skaðabætur vegna notkunar á heitinu Tímaflakk, en Síminn hafði fengið það skráð sem vörumerki hjá Einkaleyfastofu.

Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir í samtali við mbl.is að skaðabótamálið standi áfram óbreytt þrátt fyrir nafnbreytinguna. Vodafone sé hins vegar ósammála því að Tímaflakk sé skráð sem vörumerki og muni áfrýja þeirri ákvörðun, enda telji fyrirtækið kröfu Símans tilhæfulausa. „Við ákváðum engu að síður að fjarlægja Tímaflakk úr markaðs- og kynningarefni fyrir þjónustuna þar sem við teljum nýja heitið vera betur lýsandi fyrir þá vöru sem við erum að bjóða upp á,“ er haft eftir Gunnhildi á mbl.is.