Vinsælt Margir spila golf á Íslandi.
Vinsælt Margir spila golf á Íslandi. — Morgunblaðið/Sverrir
Fjárfestar eru nú að ganga frá fjármögnun vegna kaupa á Setbergslandinu í Garðabæ. Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er horft til þess að byggja 630 íbúðaeiningar á svæðinu.

Fjárfestar eru nú að ganga frá fjármögnun vegna kaupa á Setbergslandinu í Garðabæ.

Samkvæmt þeim hugmyndum sem kynntar hafa verið er horft til þess að byggja 630 íbúðaeiningar á svæðinu. Gangi það eftir verður söluverð lóða undir íbúðirnar á fjórða milljarð króna.

Dótturfélag Landsbankans, Hömlur, á byggingarlóðirnar.

Golfklúbburinn Setberg rekur nú golfvöll á svæðinu og segir Hannes F. Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Hömlum, ekki víst að völlurinn fari. „Við höfum unnið með þá hugmynd að golfvöllurinn fengi að halda sér við vatnið og hraunjaðarinn. Það yrði þá 9 holu völlur. Það er hins vegar ekki ljóst hvaða hugmyndir nýir fjárfestar hafa.“ 4