Leikir Forstjóri CCP segir skort á starfsfólki hamla vexti.
Leikir Forstjóri CCP segir skort á starfsfólki hamla vexti.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, hefur verið kjörinn stjórnarformaður IGI sem eru samtök leikjaframleiðenda á Íslandi og er starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, hefur verið kjörinn stjórnarformaður IGI sem eru samtök leikjaframleiðenda á Íslandi og er starfsgreinahópur innan Samtaka

iðnaðarins. Alls eru fyrirtæki innan IGI 10 talsins og velta þeirra yfir 9 milljarðar á ári. Hilmar Veigar segir í tilkynningu að skortur á hæfu starfsfólki hamli vexti greinarinnar og að útlendingalöggjöfin þurfi að bjóða upp á hraðari afgreiðslu leyfa.

Aðrir í stjórn IGI eru Ólafur Andri Ragnarsson stjórnarmaður Betware, Burkni Óskarsson framkvæmdastjóri Lumenox, Eldar Ástþórsson fjölmiðlafulltrúi CCP, Stefán Álfsson forstjóri Jivaro, Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir forstjóri Locatify.