Bergur Þorri Benjamínsson
Bergur Þorri Benjamínsson
„Manneskjan fékk ekki belti því enginn stofnun hefur það hlutverk að aðlaga öryggisbúnað að fötlun viðkomandi. Það er sorglegt,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður og málefnafulltrúi hjá Sjálfsbjörg.

„Manneskjan fékk ekki belti því enginn stofnun hefur það hlutverk að aðlaga öryggisbúnað að fötlun viðkomandi. Það er sorglegt,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður og málefnafulltrúi hjá Sjálfsbjörg.

Í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa sem fjallar um banaslys sem varð á Vesturlandsvegi í ágúst árið 2013 segir að ökumaðurinn sem lést hafi verið fatlaður og lágvaxinn og ekki með öryggisbelti sökum þess að hefðbundinn búnaður í bifreiðinni passaði ekki fyrir hann. Þá segir í skýrslunni að líkur séu á að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti sem hefði verið lagað að líkamsbyggingu hans.

Bergur segir að fatlaðir séu yfirleitt með beltin spennt enda stendur skýrt í lögum að allir eigi að nota bílbelti. „Ég held að fatlaðir hafi ekki verið nógu kröfuharðir í gegnum tíðina á sitt öryggi. Rödd þeirra hefur ekki skilað sér. Það er löngu kominn tími til að menn geri skurk í þessum flokki,“ segir Bergur en hann fór á fund hjá Sjúkratryggingum þar sem hann fékk fá svör – gestir fundarins hefðu bent á einhverja aðra.

benedikt@mbl.is