Orðtökin e-m fellur e-ð í skaut og e-ð kemur í hlut e-s merkja að nokkru það sama: e-m hlotnast e-ð . En það getur verið sitt af hverju tagi. Segjum að verðlaun falli Pétri í skaut og það komi í hlut Páls að afhenda honum þau.
Orðtökin e-m fellur e-ð í skaut og e-ð kemur í hlut e-s merkja að nokkru það sama: e-m hlotnast e-ð . En það getur verið sitt af hverju tagi. Segjum að verðlaun falli Pétri í skaut og það komi í hlut Páls að afhenda honum þau. Þá hefur Páli verið fengið það verkefni að afhenda verðlaunin.