Músík Það getur tekið tíma að finna gott lag í útvarpinu.
Músík Það getur tekið tíma að finna gott lag í útvarpinu. — Getty Images/iStockphoto
Ég hef aldrei skilið fólk sem hlustar ekki á tónlist. Afskaplega skrítið að mínu mati, því tónlistin bragðbætir lífið. Smekkur manna er auðvitað misjafn og allt það en tónlist er alltaf tónlist. Djúpt? Það finnst mér líka.

Ég hef aldrei skilið fólk sem hlustar ekki á tónlist. Afskaplega skrítið að mínu mati, því tónlistin bragðbætir lífið. Smekkur manna er auðvitað misjafn og allt það en tónlist er alltaf tónlist. Djúpt? Það finnst mér líka.

Hver kannast ekki við það að flakka á milli stöðva eins og hávær tifandi klukka nema að það heyrast brjáluð læti milli tifanna, í von um að finna gott lag? Óþolandi, ég veit. En ég er þannig. Það eru þó ákveðnar stöðvar sem maður staldrar nánast alltaf við, þar á meðal Flass Xtra. Einstaklega góð stöð sem spilar jaðartónlist, hústónlist. Reyndar heyrði ég lag á þessari stöð fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan. Ég hef gert dauðaleit að laginu síðan þá. En aldrei fannst það. Ég tók upp smá tóndæmi á símann en enginn vissi neitt um þetta lag.

Aftur heyrði ég lagið á umræddri stöð síðustu helgi og ákvað að nú skyldi ég reyna allt. Ég spurðist fyrir, jafnvel fólk sem ég þekkti minna og endaði síðan með því að senda útvarpsstöðinni stuttu upptökuna af laginu. Ég fékk svar um hæl frá Bjarna nokkrum Ben, þó ekki fjármálaráðherra. En lagið er nú komið í hús. Húrra fyrir Flass Xtra!

Svona getur tónlistin náð tökum á manni. En hvar væri maður án hennar?

Gunnþórunn Jónsdóttir

Höf.: Gunnþórunn Jónsdóttir