Til lengri tíma er stefnt að því að heildarskuldir nemi 45% af VLF.
Til lengri tíma er stefnt að því að heildarskuldir nemi 45% af VLF. — Morgunblaðið/Þorkell
Ríkisfjármál Í nýrri stefnu í lánamálum ríkisins sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt kemur fram að stefnt sé að lækkun heildarskulda ríkissjóðs þannig að þær verði undir 60% af vergri landsframleiðslu (VLF) í árslok 2018 og til lengri tíma er...

Ríkisfjármál Í nýrri stefnu í lánamálum ríkisins sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt kemur fram að stefnt sé að lækkun heildarskulda ríkissjóðs þannig að þær verði undir 60% af vergri landsframleiðslu (VLF) í árslok 2018 og til lengri tíma er stefnt að því að hlutfallið verði ekki hærra en 45%.

Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 2014 námu um 75% af VLF og hreinar skuldir námu um 40% af VLF. Stefnt er að því að lækka hreinar skuldir í 25% af VLF fyrir árslok 2018. Þá er markmið að meðallánstími lánasafnsins hækki í 5 ár að lágmarki og hlutfall lána ríkissjóðs sem gjaldfalla á hverju almanaksári eigi að hámarki að nema 15% af VLF. Í stefnunni eru viðmiðunarreglur fyrir samsetningu lánasafns ríkissjóðs þrengdar þannig að þær verða 70-90% fyrir óverðtryggð lán og 15-30% fyrir verðtryggð lán.