Kristinn G. Harðarson
Kristinn G. Harðarson
Kristinn G. Harðarson ræðir við gesti Hafnarborgar um verk sín á sýningunni Menn í dag, skírdag, kl. 15. „Kristinn hóf snemma á ferli sínum að rannsaka nánasta umhverfi sitt.

Kristinn G. Harðarson ræðir við gesti Hafnarborgar um verk sín á sýningunni Menn í dag, skírdag, kl. 15.

„Kristinn hóf snemma á ferli sínum að rannsaka nánasta umhverfi sitt. Í verkum sínum kortleggur hann hversdagslega atburði og lýsir sínu daglegu lífi. Í viðfangsefnum sínum og tækni leitar Kristinn oft á slóðir sem fyrir mörgum eru dæmigerðar fyrir list kvenna og þeirra reynsluheim,“ segir m.a. í tilkynningu.

Aðrir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson og Hlynur Hallsson. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. Safnið er opið í dag kl. 12-21, á morgun, laugardag og annan í páskum kl. 12-17.