Elínrós tekur við nýrri stöðu sem viðskiptastjóri á hugverka- og þjónustusviði og mun hafa umsjón með hugverkahópum innan SI og stýra verkefnum þeim tengdum. Elínrós var stofnandi og forstjóri tískufyrirtækisins ELLA, hún hefur starfað sem blaðamaður og er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Björg Ásta er lögfræðingur SI og felst starf hennar í ráðgjöf og aðstoð við félagsmenn. Björg Ásta lauk mastersprófi í lögfræði frá HÍ og starfaði sem lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda.
Jóhanna Klara er ráðin viðskiptastjóri á framleiðslu- og matvælasvið SI. Hún lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík og stundar nú nám í APME verkefnastjórnun. Jóhanna Klara starfaði síðast hjá Embætti umboðsmanns skuldara.