Misao Okawa
Misao Okawa — AFP
Japanska konan Misao Okawa, sem var talin elsta manneskja heims, er látin. Hún var 117 ára og það var hjartað sem gaf sig að lokum. Okawa lést á hjúkrunarheimili í Osaka en í þeirri borg fæddist hún 5. mars árið 1898.

Japanska konan Misao Okawa, sem var talin elsta manneskja heims, er látin. Hún var 117 ára og það var hjartað sem gaf sig að lokum. Okawa lést á hjúkrunarheimili í Osaka en í þeirri borg fæddist hún 5. mars árið 1898.

Þrjú börn hennar eru á lífi, fjögur barnabörn og sex barnabarnabörn. Heimsmetabók Guinness skráði aldursmet hennar árið 2013 og þá þegar var hún orðin elsta manneskja heims. Hún fagnaði 117 ára afmæli sínu 5. mars og sagði þá að árin mörgu hefðu liðið hratt. Hún sagði einnig að lykillinn að langlífi væri að sofa átta tíma á nóttu og að borða sushi sem var eftirlætismatur hennar.