Hlaup Hvað er betra en að spretta úr spori og gæða sér svo á páskaeggi.
Hlaup Hvað er betra en að spretta úr spori og gæða sér svo á páskaeggi.
Píslarhlaupið fer fram á morgun, föstudaginn langa 3. apríl. Hlaupið er frá Geysi að Úthlíð. Í boði eru tvær vegalengdir, 5 km göngu og/eða hlaup og 10 km hlaup með tímatöku. 10 km hlaupið hefst kl.

Píslarhlaupið fer fram á morgun, föstudaginn langa 3. apríl. Hlaupið er frá Geysi að Úthlíð. Í boði eru tvær vegalengdir, 5 km göngu og/eða hlaup og 10 km hlaup með tímatöku.

10 km hlaupið hefst kl. 13:15 og er hlaupið frá Geysi að Úthlíð með tímatöku en þetta er krefjandi hlaup í ósléttu landslagi.

5 km hlaup/kraftganga hefst kl. 13:15 og er hlaupið/gengið frá Múla að Úthlíð.Keppnisgjald er kr. 2.000, heitur pottur, súpa og brauð eftir hlaup innifalin. Skráning fer fram á hlaup.is og lýkur í dag kl. 21:00. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í Réttinni í Úthlíð frá kl. 12:00. Verðlaunin eru ekki af verri endanum og eru það páskaegg.

Þess má geta að Réttin í Úthlíð er opin frá kl. 11 og eru pottarnir í Hlíðarlaug opnir frá 12-16.