Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar hans Jóns mín, semur lag Þjóðhátíðar í Eyjum í ár, sem flutt verður af hljómsveitinni. „Þjóðhátíðarlag var eitt boxið sem átti eftir að tikka hjá okkur.
Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar hans Jóns mín, semur lag Þjóðhátíðar í Eyjum í ár, sem flutt verður af hljómsveitinni. „Þjóðhátíðarlag var eitt boxið sem átti eftir að tikka hjá okkur. Við höfum brallað margt í gegnum tíðina en þetta var ekki eitt af því,“ segir Guðmundur í samtali við mbl.is. Textann við lagið semur söngvari hljómsveitarinnar, Stefán Hilmarsson. „Það eru sex lög sem liggja undir og menn eru með skiptar skoðanir, en við hljótum að leysa það um páskana,“ segir Guðmundur. Það sé svolítið erfitt að gera lög fyrir ákveðið tilefni. „Við vildum fyrst og fremst gera lag sem við getum staðið tryggir á bakvið og er svolítið við,“ segir Guðmundur.