[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ökutækið Framleiðendur sportbíla keppast í dag við að reyna að hanna bíla sem geta ekið greitt á kappakstursbrautinni en henta líka til að skjótast út í búð eftir pela af mjólk.

Ökutækið Framleiðendur sportbíla keppast í dag við að reyna að hanna bíla sem geta ekið greitt á kappakstursbrautinni en henta líka til að skjótast út í búð eftir pela af mjólk. Er þetta hægara sagt en gert því kappakstursbrautin kallar á hraða og stífleika en hversdagsaksturinn á mýkt og lipurð.

Nýi bíllinn frá breska framleiðandanum McLaren, 570S, virðist ná að hitta á rétta jafnvægið milli hraða og notagildis, rétt eins og fyrirrennarinn, 12C-týpan. Hreykja framleiðendurnir sér af því að farangursrýmið hafi aldrei verið stærra og að auki er bílinn hlaðinn afþreyingartækni á borð við hljóð- og myndkerfi, blátannartengingu og með sjö tommu snertiskjá í miðju mælaborðinu.

Vélin skilar 562 hestöflum og á að taka 3,2 sekúndur að ná upp í 100 km/klst. Verður McLaren 570S frumsýndur á bílasýningunni í New York sem hefst á morgun.

ai@mbl.is