Smá en kná Rákaskríkja er mjög langfleygur fugl.
Smá en kná Rákaskríkja er mjög langfleygur fugl. — ghjgh
Agnarlítill spörfugl, sem vegur ekki meira en þrjár teskeiðar af sykri, getur flogið allt að 2.770 kílómetra leið yfir Atlantshafið án viðkomu á landi, að sögn vísindamanna sem hafa rannsakað farflug fuglsins.

Agnarlítill spörfugl, sem vegur ekki meira en þrjár teskeiðar af sykri, getur flogið allt að 2.770 kílómetra leið yfir Atlantshafið án viðkomu á landi, að sögn vísindamanna sem hafa rannsakað farflug fuglsins.

Spörfuglinn nefnist rákaskríkja ( Setophaga striata ), vegur aðeins 12 grömm og flýgur á hverju hausti frá varpstöðvunum í norðausturhluta Bandaríkjanna og Kanada til Suður-Ameríku þar sem hann hefur vetursetu.

„Okkur þykir mjög spennandi að geta skýrt frá því að þetta er ein af lengstu farflugleiðum spörfugla yfir hafi án viðkomu á leiðinni. Niðurstöður okkar staðfesta loksins það sem talið hefur verið eitt af mestu flugafrekum fugla á jörðinni,“ sagði Bill DeLuka, líffræðingur við Massachusetts-háskóla.

Fuglafræðingar höfðu lengi deilt um hvort rákaskríkjan flygi beint yfir hafið eða hefði viðkomu á landi til að hvíla sig. Vísindamennirnir settu farflugsrita, sem vegur hálft gramm, á 40 rákaskríkjur og í ljós kom að þær flugu 2.270 til 2.770 kílómetra yfir hafið frá varpstöðvunum í Vermont og Nova Scotia til Stóru Antillaeyja, m.a. Kúbu og Púertó Ríkó, þar sem þær höfðu viðkomu. Þaðan flugu þær síðan til Venesúela og Kólumbíu.

Skýrt er frá rannsókninni í tímaritinu Biology Letters .