Steinunn Jóhannesdóttir
Steinunn Jóhannesdóttir
Um bænadagana verður athyglinni beint að Hallgrími Péturssyni og Guðríði Símonardóttur í Borgarnesi. Á Sögulofti Landnámssetursins í kvöld kl.

Um bænadagana verður athyglinni beint að Hallgrími Péturssyni og Guðríði Símonardóttur í Borgarnesi. Á Sögulofti Landnámssetursins í kvöld kl. 20 mun Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur rekja æviferil skáldsins og konu hans frá örlagaárinu 1627, Tyrkjaránsárinu, og til æviloka beggja.

Á morgun, föstudaginn langa, verða Passíusálmar Hallgríms fluttir í heild sinni í Borgarneskirkju í umsjón Steinunnar. Lesarar verða alls 10, flestir Borgnesingar, og tónlistarfólk úr héraði flytur tónlist á milli þátta. Flutningurinn í kirkjunni hefst kl. 13.30.

Steinunn Jóhannesdóttir hefur um langt árabil fengist við ævi Hallgríms og Guðríðar, sem settu sterkan svip á sögu Íslendinga á 17. öld, Hallgímur sem eitt af mestu skáldum þjóðarinnar, Guðríður sem konan sem komst af frá Tyrkjaráninu, sterkari, víðförulli, lífsreyndari og lífseigari en flestar konur á hennar tíð, segir í tilkynningu frá Landnámssetrinu.