Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls samþykktu í gær boðun um vinnustöðvun. Verkfallið verður tvískipt, skv. upplýsingum Afls Starfsgreinafélags. Annars vegar frá hádegi 14. apríl og stendur það til 23.

Starfsmenn undirverktaka á athafnasvæði ALCOA Fjarðaáls samþykktu í gær boðun um vinnustöðvun. Verkfallið verður tvískipt, skv. upplýsingum Afls Starfsgreinafélags. Annars vegar frá hádegi 14. apríl og stendur það til 23.30 sama dag og hins vegar ótímabundið verkfall frá hádegi þann 21. apríl.

Alls voru 375 félagsmenn á kjörskrá, 159 greiddu atkvæði eða 42%. Já sögðu 151, eða 95% greiddra atkvæða, nei sögðu 5, eða 3%, og auðir seðlar voru 2 eða 2%

Í tilkynningu stéttarfélagsins kemur fram að verkfallið taki til fjölda starfa, m.a. við framleiðslu, viðhald, ræstingu, mötuneyti, hafnarvinnu og aðra þjónustu á og við verksmiðjuna svo og störf í vöruskemmu o.fl. Starfsmenn sem fara í verkfall vinna hjá átta undirverktökum ALCOA Fjarðaáls. „Alls hafa í þessari lotu verið haldnir fimm sáttafundir en án árangurs. Félagið harmar að þurfa að grípa til svo umfangsmikilla aðgerða sem verkfallsboðun er – en þetta er nauðvörn launafólks sem vill fá kjarasamning og réttlátt hlutskipti. Samtök Atvinnulífsins hafa mætt kröfum okkar með fullkomnu tómlæti,“ segir í tilkynningunni.