Zhou Qunfei
Zhou Qunfei
Zhou Qunfei starfaði í glerverksmiðju í Kína til ársins 2003 þegar hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem framleiðir snertiskjái í farsíma, tölvur og myndavélar fyrir stórfyrirtæki á borð við Apple og Samsung.

Zhou Qunfei starfaði í glerverksmiðju í Kína til ársins 2003 þegar hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki sem framleiðir snertiskjái í farsíma, tölvur og myndavélar fyrir stórfyrirtæki á borð við Apple og Samsung. Hún er nú auðugasta kona Kína og eignir hennar eru metnar á jafnvirði 1.100 milljarða króna, að sögn tímaritsins Forbes .

Zhou Qunfei, sem er 45 ára, á 89% hlut í glerfyrirtækinu. Verðmæti hlutabréfanna stórjukust í síðasta mánuði þegar fyrirtækið var skráð í kauphöllinni í Schenzen. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 10% í gær eftir að skýrt var frá því að hún væri auðugust kvenna í Kína.