— Morgunblaðið/Sigurjón
Hin árlega skíðavika á Ísafirði hófst í gær með formlegri setningu á Silfurtorgi. Skíðavikan var fyrst haldin árið 1935 og er þetta því í 80. skipti sem hún fer fram. Vegleg dagskrá er í boði fyrir unga sem aldna, hvort sem er að degi eða nóttu.
Hin árlega skíðavika á Ísafirði hófst í gær með formlegri setningu á Silfurtorgi. Skíðavikan var fyrst haldin árið 1935 og er þetta því í 80. skipti sem hún fer fram. Vegleg dagskrá er í boði fyrir unga sem aldna, hvort sem er að degi eða nóttu. Má þar nefna páskaeggjamót, listasýningar, þrautabraut, furðufatadag og leiksýningar. Auk þess verða haldnir dansleikir með Helga Björns, Sssól og Páli Óskari.