Breytingar á fjölda í trúfe´lögum.
Breytingar á fjölda í trúfe´lögum.
Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað gífurlega á síðustu tíu árum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Alls voru 7.152 utan trúfélaga árið 2005 en eru í dag 18.458. Kaþólska kirkjan hefur nærri því tvöfaldast á þessum tíu árum, 5.

Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað gífurlega á síðustu tíu árum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Alls voru 7.152 utan trúfélaga árið 2005 en eru í dag 18.458. Kaþólska kirkjan hefur nærri því tvöfaldast á þessum tíu árum, 5.787 voru í henni 2005 en í dag eru 11.911 skráðir í kirkjuna.

Fækkað hefur í þjóðkirkjunni á sama tíma en 250.759 Íslendingar voru skráðir í þjóðkirkjuna árið 2005 en eru 242.743 í dag. Þetta er fækkun um 3,2 prósent og fer hlutfall þjóðarinnar sem er í þjóðkirkjunni úr 85,4 prósentum í 73,8 prósent.

Alls voru 4.529 breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild skráðar árið 2014. Flestar breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagi má rekja til úrsagna úr þjóðkirkjunni, eða 2.533. Alls gengu 2.079 fleiri úr þjóðkirkjunni en í hana á árinu. Árið áður voru brottskráðir úr þjóðkirkjunni 1.716 fleiri en nýskráðir. Árið 2014 fjölgaði þeim sem skráðu sig utan trú- og lífsskoðunarfélaga um 1.225 manns. Af trúfélögum varð mest fjölgun í Kaþólsku kirkjunni, en í hana skráðu sig 469 fleiri en sögðu sig úr henni. Næstmest var fjölgunin í Siðmennt, eða um 409 manns. Í Ásatrúarfélaginu fjölgaði meðlimum um 312 manns.