Nafnlausi leikhópurinn ætlar að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hjallakirkju í Kópavogi á föstudaginn langa, 3. apríl. Hefst flutiningurinn kl. 9 og verður fram eftir degi.
Nafnlausi leikhópurinn ætlar að leggja sitt af mörkum til að fólk geti setið rólegt í kirkjulegu umhverfi með hugleiðingum sínum og látið hugann reika á meðan flutningi stendur. Allir eru velkomnir og hvattir til að koma og hlýða á og vera sem sýnist með minnstri röskun á meðan flutningi stendur.
Flytjendur eru Arnhildur Jónsdóttir, Hermann Guðmundsson, Hulda Jóhannesdóttir, Sigríður Antonsdóttir, Margrét P. Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Ragna Guðvarðardóttir, undir stjórn Þóris Steingrímssonar, leikstjóra.