[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Eyjum Arnar Gauti Grettisson sport@mbl.is ÍBV og Grótta mættust í Vestmannaeyjum í gær í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Eyjakonur unnu leikinn 30:29 og jöfnuðu þar með einvígið í 1:1 og jafnframt tryggðu sér annan heimaleik.

Í Eyjum

Arnar Gauti Grettisson

sport@mbl.is

ÍBV og Grótta mættust í Vestmannaeyjum í gær í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Eyjakonur unnu leikinn 30:29 og jöfnuðu þar með einvígið í 1:1 og jafnframt tryggðu sér annan heimaleik.

ÍBV byrjaði leikinn mun betur og var með ágætis forskot megnið af fyrri hálfleiknum en Grótta spilaði afleitan sóknarbolta oft á tíðum í fyrri hálfleik, þær tóku sig þó saman og náðu að jafna leikinn í 14:14 rétt fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik voru Eyjakonur einnig með ágætis forskot á Gróttu sem var þó aldrei langt undan. ÍBV var svo sterkari á lokamínútunum.

Anna Úrsúla fékk að líta rautt spjald strax á 3. mínútu fyrir litlar sakir en hún ýtti á Díönu Dögg í hraðaupphlaupi og datt Díana nokkuð harkalega í gólfið. Þetta hefði mátt verðskulda tveggja mínútna brottvísun en dómarar leiksins, Bjarki Bóasson og Gunnar Óli, gáfu Önnu rautt fyrir brotið.

Eyjakonur jöfnuðu einvígið með sigri og staðan því orðin 1:1 og Eyjakonur búnar að tryggja sér annan heimaleik. Ef þær vinna heimaleikinn og koma sér þannig í oddaleik gæti maður vel séð Eyjakonur í úrslitaeinvíginu en Gróttuliðið er með nokkrar stelpur í meiðslum. Laufey Ásta spilaði ekki þó svo að hún hafi verið í leikmannahóp Gróttu en hún hefur verið að glíma við meiðsli. Anett Köbli byrjaði leikinn en spilaði ekki mikið í leiknum og sást það á hennar leik að hún er ekki 100% klár. Ef þær verða enn þá meiddar út einvígið á ÍBV góðan möguleika að fella deildar- og bikarmeistara Gróttu úr leik.

ÍBV – Grótta30:29

Íþróttahúsið í Eyjum, úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin, undanúrslit, laugardaginn 25. apríl 2015.

Gangur leiksins : 5:3, 10:7, 12:9, 12:11, 14:14 , 17:16, 20:17, 22:19, 25:23, 26:26, 30:29 .

Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Vera Lopes 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 4/4, Telma Silva Amado 3, Drífa Þorvalsdsdóttir 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1.

Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 11/1.

Utan vallar: 8 mínútur

Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 8/2, Lovísa Thompson 6, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Arndís María Erlingsdóttir 3, Eva Margrét Kristinsdóttir 3, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1/1, Anett Köbli 1, Guðný Hjaltadóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.

Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 20/2.

Utan vallar: 6 mínútur.

Áhorfendur : 243

*Staðan er 1:1