Róbert Gunnarsson varð franskur bikarmeistari í handknattleik annað árið í röð þegar Paris SG bar sigurorð af Nantes, 32:26, í úrslitaleik í gær.

Róbert Gunnarsson varð franskur bikarmeistari í handknattleik annað árið í röð þegar Paris SG bar sigurorð af Nantes, 32:26, í úrslitaleik í gær.

Róbert skoraði tvö mörk úr tveimur skotum en Parísarliðið hafði undirtökin nær allan tímann og var 14:12 yfir í hálfleik.

Jeffrey M'tima var markahæstur í liði Paris með 11 mörk og danski landsliðsmaðurinn Mikkel Hansen kom næstur með 8 mörk.

Róbert kemur til landsins í dag og kemur til móts við íslenska landsliðið sem hefur í dag undirbúninginn fyrir leikinn gegn Serbum í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikur þjóðanna fer fram í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöld og sá síðari verður í Nis í Serbíu á sunnudaginn. gummih@mbl.is