27. apríl 1915 Gullfoss lagði af stað til New York og kom þaðan mánuði síðar. Hann var fyrstur íslenskra skipa með íslenskum skipstjóra og íslenskri skipshöfn til að sigla milli Íslands og Ameríku síðan á dögum Leifs heppna. 27.

27. apríl 1915

Gullfoss lagði af stað til New York og kom þaðan mánuði síðar. Hann var fyrstur íslenskra skipa með íslenskum skipstjóra og íslenskri skipshöfn til að sigla milli Íslands og Ameríku síðan á dögum Leifs heppna.

27. apríl 1957

Guðmundur Guðmundsson, 24 ára, hélt sína fyrstu sýningu á Íslandi, í Listamannaskálanum í Reykjavík. Á sýningunni voru 150 myndir, málverk og teikningar og 40 mósaikmyndir. Listamaðurinn tók síðar upp nafnið Erró. „Þessi ungi listamaður lofar mjög góðu,“ sagði Þjóðviljinn.

27. apríl 1963

Varðskipið Óðinn stóð breska togarann Milwood að ólöglegum veiðum í Meðallandsbugt. Hann hélt til hafs og sigldi á varðskipið áður en hann stöðvaðist. „Mesti eltingaleikur í sögu Landhelgisgæslunnar,“ sagði á forsíðu Vísis.

27. apríl 2014

Ólafur Arnalds hlaut verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar, BAFTA, fyrir tónlist sem hann samdi fyrir sjónvarpsþættina Broadchurch.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson