• Sif Pálsdóttir hafnaði í 18. sæti í fjölþraut á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Grikklandi 27. apríl 2006. • Sif fæddist 1987 og hefur um árabil verið í fremstu röð íslensks fimleikafólks.

Sif Pálsdóttir hafnaði í 18. sæti í fjölþraut á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Grikklandi 27. apríl 2006.

• Sif fæddist 1987 og hefur um árabil verið í fremstu röð íslensks fimleikafólks. Hún varð margfaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum og hefur náð lengst íslenskra kvenna í fjölþraut á Evrópumóti. Þá varð hún Norðurlandameistari í fjölþraut fyrst íslenskra kvenna. Hún sneri sér síðan að hópfimleikum og var í liði Íslands sem varð Evrópumeistari í Danmörku haustið 2012, sem og fyrirliði liðsins sem fékk silfur á EM á Íslandi 2014.