Átök Rúmt ár er liðið frá uppreisninni í Úkraínu og hafa um 6.000 manns fallið í átökum á þeim tíma. Enn er ekki ljóst hvort varanlegur friður næst.
Átök Rúmt ár er liðið frá uppreisninni í Úkraínu og hafa um 6.000 manns fallið í átökum á þeim tíma. Enn er ekki ljóst hvort varanlegur friður næst. — AFP
Einn úkraínskur hermaður og sjö aðrir særðust í átökum við uppreisnarmenn í austurhluta landsins um helgina.

Einn úkraínskur hermaður og sjö aðrir særðust í átökum við uppreisnarmenn í austurhluta landsins um helgina. Rúmt ár er liðið frá uppreisninni í Úkraínu og enn er ástandið í landinu óstöðugt þrátt fyrir vopnahlé milli úkraínska stjórnarhersins og uppreisnarmanna í austurhluta landsins, sem eru hliðhollir Rússum.

Talsmaður úkraínska hersins, Oleksandr Motuzyanyk, sakaði rússneska uppreisnarmenn um að bæta í árásir sínar á fundi með fjölmiðlum í gær. Á fundinum upplýsti hann fjölmiðla um dauðsfall úkraínska hermannsins en alls hafa 6.000 manns fallið í átökum á því rúma ári sem liðið er frá uppreisninni.

Fyrr í þessum mánuði lýsti Lamberto Zannier, framkvæmdastjóri Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, því yfir að farið væri að umsömdu vopnahléi í lykilbæjum í austurhluta Úkraínu og góðar líkur væru á að friður héldist á svæðinu.