Magnaður Þormóður Jónsson varð tvöfaldur meistari um helgina þegar hann sigraði örugglega í +100 kg flokki karla sem og opna flokknum.
Magnaður Þormóður Jónsson varð tvöfaldur meistari um helgina þegar hann sigraði örugglega í +100 kg flokki karla sem og opna flokknum. — Morgunblaðið/Eggert
Þormóður Jónsson úr júdófélagi Reykjavíkur vann öruggan sigur bæði í þungavigtinni (+100nkg ) og opna flokknum.

Þormóður Jónsson úr júdófélagi Reykjavíkur vann öruggan sigur bæði í þungavigtinni (+100nkg ) og opna flokknum.

Þormóður mætti Bjarna Skúlasyni í úrslitum, en Bjarni mætti á ný til leiks eftir nokkurt hlé, og vann Þormóður eftir um mínútu glímu með glæsilegu ippon-kasti.

Bjarni vann öruggan sigur í -100 kg flokknum en Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson urðu í öðru og þriðja sæti. Þeir eru 16 og 17 ára og vöktu verðskuldaða athygli. Þeir voru að keppa í fyrsta sinn í þessum flokki.

Þór Davíðsson vann gullverðlaunin í -90 kg flokknum en úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu viðureign. Sveinbjörn Iura vann sigur í -81 kg flokknum en óvæntustu úrslitin urðu í -73kg flokknum þar sem Breki Bernharðsson sigraði Hermann Unnarsson, sem hefur síðustu ár verið bestur í þessum flokki. Hermann meiddist á olboga í fyrstu viðureign og gat ekki beitt sér sem skyldi þegar í úrslitin var komið.