Bækur Ábyrgð opinberra gagnrýnenda er mikil.
Bækur Ábyrgð opinberra gagnrýnenda er mikil.
Að baki hverju listaverki sem skapað er af metnaði liggur ómældur tími listamanna, þörf til að tjá sig, og vilji til að taka þátt í samfélaginu á skapandi hátt.

Að baki hverju listaverki sem skapað er af metnaði liggur ómældur tími listamanna, þörf til að tjá sig, og vilji til að taka þátt í samfélaginu á skapandi hátt. Það er síðan eitt af hlutverkum fjölmiðla að eiga í samtali við listamenn og þann mikilvæga þátt mannlífsins sem listsköpun þeirra er. Það er einkum gert með því að kynna verkin og fjalla síðan um þau á gagnrýnin hátt, með umfjöllun sem upplýsir notendur fjölmiðlanna um hvers konar verk er að ræða.

Gera þarf þá kröfu til gagnrýnenda, sem taka að sér það ábyrgðarmikla hlutverk að fjalla um sköpunarverk listamanna, að þeir séu alltaf faglegir, alltaf sanngjarnir, og að þeir biðji ekki um önnur verk en þau sem þeir hafa til umfjöllunar.

Gagnrýnendur Rásar 1 uppfylla venjulega öll þessi skilyrði, enda fer mikilvæg umræða um listsköpun þar fram. Í vetur hefur þó ein dapurleg undantekning verið á þessu, þar sem einn bókarýnir Víðsjár hefur nokkrum sinnum verið staðinn að því að vera hvorki faglegur né sanngjarn. Á fótboltamáli um svokallaða rýni hans um bók eftir Stefán Mána í liðinni viku, mætti segja að hann hafi farið í manninn í stað boltans. Listamanninum og vinnu hans var sýnd ólíðandi lítilsvirðing. Slík vinnubrögð hæfa ekki Rás 1.

Einar Falur Ingólfsson