Uppgangur Vísitölurnar vestanhafs hafa verið á uppleið undanfarið. Frá markaðsgólfinu á Wall Street, þar sem oft er handagangur í öskjunni.
Uppgangur Vísitölurnar vestanhafs hafa verið á uppleið undanfarið. Frá markaðsgólfinu á Wall Street, þar sem oft er handagangur í öskjunni. — AFP
Bæði Nasdaq og S&P 500 hlutabréfavísitölurnar enduðu í methæðum á föstudag. Hækkaði Nasdaq-vísitalan fimm daga í röð og hefur ekki hækkað jafnmikið á einni viku síðan í október 2014. Endaði S&P 500 í 2.117,70 stigum, ögn yfir fyrra meti sem slegið var...

Bæði Nasdaq og S&P 500 hlutabréfavísitölurnar enduðu í methæðum á föstudag. Hækkaði Nasdaq-vísitalan fimm daga í röð og hefur ekki hækkað jafnmikið á einni viku síðan í október 2014.

Endaði S&P 500 í 2.117,70 stigum, ögn yfir fyrra meti sem slegið var 2. mars síðasliðinn. Hækkaði vísitalan um 1,8% yfir vikuna.

Nasdaq endaði í 5.092,08 stigum og styrktist um 3,3% í vikunni.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,4% í viðskiptum vikunnar og mældist 18.080,14 stig við lokun markaða á föstudag.

ai@mbl.is