BHM Samningafundur í dag.
BHM Samningafundur í dag.
Samningafundur í kjaradeilu BHM og ríkisins er boðaður í dag klukkan 15.30. Engar viðræður voru um helgina. Nú taka 676 félagsmenn átta félaga í BHM þátt í verkfallsaðgerðum.

Samningafundur í kjaradeilu BHM og ríkisins er boðaður í dag klukkan 15.30. Engar viðræður voru um helgina. Nú taka 676 félagsmenn átta félaga í BHM þátt í verkfallsaðgerðum. Þeirra á meðal eru Dýralæknafélag Íslands og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins.

Starfsmenn í launadeild Fjársýslunnar fengu undanþágu frá verkfalli, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Venjuleg laun ríkisstarfsmanna verða því greidd út um næstu mánaðamót, þrátt fyrir verkfallið.

Undanþágunefnd Dýralæknafélags Íslands samþykkti sl. föstudag mjög takmarkaða slátrun á kjúklingum frá búum þar sem dýravelferðarþættir voru komnir að hættumörkum. Um var að ræða 50.000 kjúklinga og tæplega 1.000 kalkúna. Beiðnin barst síðdegis á föstudag en áður hafði ekki verið óskað eftir undanþágu til slátrunar vegna dýravelferðar, samkvæmt tilkynningu frá Dýralæknafélaginu.

Áður hafði nefndin veitt undanþágu m.a. vegna innflutnings á brjóstamjólk fyrir fyrirbura og nýbura hér á landi.

Nokkrir félagsmenn í BHM, sem eru í verkfalli og eru á fyrirfram greiddum launum, hafa fengið greitt úr verkfallssjóði. Um næstu mánaðamót fá aðrir í verkfalli einnig úr verkfallssjóðnum. gudni@mbl.is