Gaman Þessar stelpur tóku þátt í deginum Stelpur og tækni í fyrra.
Gaman Þessar stelpur tóku þátt í deginum Stelpur og tækni í fyrra.
Á morgun, þriðjudag, verður um hundrað stelpum úr 9. bekk nokkurra grunnskóla boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki í tilefni „Girls in ICT Day“.

Á morgun, þriðjudag, verður um hundrað stelpum úr 9. bekk nokkurra grunnskóla boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki í tilefni „Girls in ICT Day“. Markmiðið er að kynna fyrir stelpunum og vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum.

„Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu hinn 24. apríl hvert ár.

Skólarnir sem taka þátt í ár eru Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Ölduselsskóli og Árbæjarskóli. Vinnusmiðjur verða haldnar í HR í umsjá Skema, tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar HR og eru viðfangsefnin t.d. á sviði vefsíðugerðar og forritunar. Tæknifyrirtækin Meniga, Tempó, Betware og Mentor verða heimsótt en þar fá stelpurnar innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast að loknu tækninámi.