Gegnumbrot Sólveig Lára Kjærnested brýst í gegnum vörn Fram.
Gegnumbrot Sólveig Lára Kjærnested brýst í gegnum vörn Fram. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Garðabæ Hjörvar Ólafsson sport@mbl.is Stjarnan jafnaði metin í einvígi sínu við Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik í Mýrinni á laugardaginn. Lokatölur í leiknum urðu 23:18 fyrir Stjörnuna.

Í Garðabæ

Hjörvar Ólafsson

sport@mbl.is

Stjarnan jafnaði metin í einvígi sínu við Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handknattleik í Mýrinni á laugardaginn. Lokatölur í leiknum urðu 23:18 fyrir Stjörnuna. Góð markvarsla Florentinu Stanciu og agaður og áræðinn sóknarleikur Stjörnuliðsins lagði grunninn að sigri Stjörnunnar í leiknum. Helena Rut Örvarsdóttir var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með sex mörk. Helena Rut sýndi mikið öryggi í sóknaraðgerðum sínum og kláraði vel upp settar sóknir Stjörnuliðsins með góðum skotum. Uppstilltur sóknarleikur Fram var ansi stirður í leiknum og liðið náði ekki að nýta sterka vörn sína með auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum.

Sóknarleikur Stjörnunnar mun betri

Florentina Stanciu hóf leikinn af miklum krafti og öflug byrjun Florentinu í markinu virtist draga úr sjálfstrausti leikmanna Fram í sóknarleiknum. Leikmenn liðsins hörfuðu oftar en ekki frá markinu í stað þess að sækja á vörn Stjörnunnar af krafti. Tæknifeilar í sóknarleik Fram voru fjölmargir og fáir leikmenn sýndu sitt rétta andlit. Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, reyndi ýmislegt til þess að hressa upp á sóknarleik Fram, en allt kom fyrir ekki. Sóknarleikur Stjörnuliðsins gekk hins vegar eins og vel smurð vél og eiga þjálfarar Stjörnunnar hrós skilið fyrir uppleggið í sóknarleik liðsins. Leikmenn liðsins voru ákveðnir í sóknaraðgerðum sínum og kláruðu færi sín af öryggi og ró.

Næsti leikur liðanna er í Framhúsinu í kvöld.

Stjarnan – Fram23:18

TM-höllin, úrvalsdeild kvenna, Olís-deildin, undanúrslit, laugardaginn 25. apríl 2015.

Gangur leiksins : 2:3, 6:5, 9:6, 11:7, 13:8 , 16:10, 18:14, 18:15, 20:15., 23:18.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Sólveig Lára Kjærnested 3, Nataly Sæunn Valencia 3, Þórhildur Gunnarsdóttir 3/1, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 3, Stefanía Theodórsdóttir 2/2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1.

Varin skot: Florentina Stanciu 16.

Utan vallar: 2 mínútur

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Íris Kristín Smith 2, Marthe Sördal 2, María Karlsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Ragnheiður Júlíusdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Lilja Torfadóttir 9/2, Heiðrún Dís Magnúsdóttir 2.

Utan vallar: 6 mínútur

Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson

Áhorfendur : 249.

*Staðan er 1:1.