Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, leikur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirku á tónleikum klukkan 12.15-12.45 á morgun, þriðjudag. Haukur fæddist 1931 og er sennilega elsti starfandi konsertorganisti í sögu landsins.
Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, leikur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirku á tónleikum klukkan 12.15-12.45 á morgun, þriðjudag. Haukur fæddist 1931 og er sennilega elsti starfandi konsertorganisti í sögu landsins. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Bach og Vivaldi. Kaffisopi eftir tónleika og aðgangur ókeypis.