Venus NS-150 Ýmis búnaður var prófaður í reynslusiglingunni.
Venus NS-150 Ýmis búnaður var prófaður í reynslusiglingunni.
Venus NS-150, nýjasta fiskiskip íslenska flotans, er væntanlegur til heimahafnar á Vopnafirði upp úr miðjum maí. Venus mun leysa Lundey NS af hólmi í flota HB Granda, eiganda skipanna.

Venus NS-150, nýjasta fiskiskip íslenska flotans, er væntanlegur til heimahafnar á Vopnafirði upp úr miðjum maí. Venus mun leysa Lundey NS af hólmi í flota HB Granda, eiganda skipanna.

Reynslusigling Venusar NS í síðustu viku gekk að óskum, að sögn Þórarins Sigurbjörnssonar, sem hefur umsjón með smíði Venusar og systurskipsins Víkings AK-100 í skipasmíðastöðinni Celiktrans Deniz Insaat Ltd. í Tyrklandi.

Guðlaugur Jónsson, sem verður skipstjóri á Venusi, stjórnaði skipinu í reynslusiglingunni og mun sigla því heim. Í reynslusiglingunni var aðallega farið yfir stillingar á búnaði. Þórarinn sagði í samtali við HB Granda að aðalvél, gír og skrúfa hefðu verið prófuð auk þess sem rafall aðalvélar var álagsprófaður. Auk þess voru hliðarskrúfur, stýri, sjókælikerfi, löndunarkerfi, siglingatæki og stjórntæki o.fl. prófuð.

Venus verður tekinn í slipp 29. apríl og er reiknað með að hann verði þar í tvo daga. Eftir það verður skipið undirbúið fyrir heimferðina.