Lexus IS er besti bíllinn til eignar í Bretlandi í ár, samkvæmt ánægjukönnun AutoExpress.
Lexus IS er besti bíllinn til eignar í Bretlandi í ár, samkvæmt ánægjukönnun AutoExpress.
Breska bílablaðið Autoexpress hefur það að árlegri venju að velja bestu bílsmiðina. Reyndar eru það lesendur blaðsins sem ráða valinu en í ár tóku rúmlega 61.000 þátt í því.

Breska bílablaðið Autoexpress hefur það að árlegri venju að velja bestu bílsmiðina. Reyndar eru það lesendur blaðsins sem ráða valinu en í ár tóku rúmlega 61.000 þátt í því.

Eiginlega er um að ræða könnun á neytendaánægju og niðurstaðan er sú, að besti bílsmiðurinn árið 2015 er Lexus.

Eigendur bíla frá því merki voru ánægðastir með þá, eða 90,51%. Þykir það afbragðseinkunn að fá yfir 90% en Lexus var eini bílsmiðurinn sem rauf þann múr.

Í sætum tvö til tíu: Jaguar (89,94%), Skoda (89,82%), MG (89,52%), Dacia (88,86%), Porsche (87,28%), Renault (87,08%), Toyota (86,97%), Mazda (86,81%) og Peugeot (86,74).

Mercedes varð í ellefta sæti með 86,66% ánægjueinkunn, BMW í 14. sæti með 86,49%, Volvo í 17. sæti með 86,41%, Honda í 18. sæti með 86,33, Kia í 19. sæti með 85,78, Citroën í 20. sæti (85,72%) og Volkswagen í 22. sæti með 85,53% einkunn. Af bílsmiðum enn neðar má nefna Fiat, Ford, Mitsubishi, Nissan, Land Rover og Suzuki.

Meginbreytingin á topplistanum yfir bestu bílaframleiðendur er sú, að Lexus skaust úr fjórða sætinu í fyrra í efsta sætið í ár. Skoda féll úr efsta sætinu 2014 í þriðja sæti nú. Jaguar er í sama sæti en MG fallið um eitt, úr þriðja í fjórða. Sæti Dacia og Porsche eru hin sömu en Renault er hástökkvari ársins ásamt Toyota. Franski bílsmiðurinn stekkur úr 15. sæti í fyrra í það sjöunda nú og Toyota úr 17. í áttunda. Peugeot hækkar úr 15. sæti í það tíunda en Mazda fellur úr áttunda í níunda. Mercedes féll um tvö sæti, BMW um fjögur, Volvo um sex og Kia um 12, sem er mesta fall milli ára.

Þá var á grundvelli svara dreginn saman listi yfir bestu bílana til að eiga á breskum markaði í dag. Í efsta sæti hans fyrir árið 2015 er Lexus IS MkIII með 93,96% í ánægjueinkunn. Í sætum tvö til 10 af 200 bílum sem einkunn hlutu voru Skoda Yeti MkI, Hyundai i10 MkI, ISEAT Leon MkIII, Renault ZOE MkI, Lexus NX MkI, Jaguar XJ MkIV, Nissan LEAF MkI, MINI Hatch MkIII og MG MG3 MkI. Hlutu þeir ánægjueinkunn upp á 91,96 til 93,92%. Alls voru 25 bílar til viðbótar með yfir 90% einkunn.

Að sögn AutoExpress eru ánægjueinkunnir bíleigenda hærri nú en í fyrra, en þá voru þær almennt einnig á uppleið. Má því segja að erfiðara hafi verið fyrir bílsmiði að klifra upp um sæti á topplistunum en auðveldara að lækka á þeim.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Höf.: Ágúst Ásgeirsson