Þessa vikuna arka mömmur og pabbar, afar og ömmur með börn í vögnum og kerrum um alla borg í Barnavagnaviku Ferðafélags barnanna. Í dag, þriðjudag, hefst gangan við Perluna kl.

Þessa vikuna arka mömmur og pabbar, afar og ömmur með börn í vögnum og kerrum um alla borg í Barnavagnaviku Ferðafélags barnanna.

Í dag, þriðjudag, hefst gangan við Perluna kl. 12 og gengið er hefðbundið í 1-1 og 1/2 klukkustundir og endað á teygjum og slökun.

„Þetta er frábær leið til að hreyfa sig og börnin, kynnast öðrum foreldrum og jafnframt göngustígakerfi borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá Ferðafélagi Íslands.

Miðvikudaginn 13. maí kl. 12 verður gengið frá Gerðarsafni í Kópavogi, fimmtudaginn 14. maí kl. 12 frá Nauthóli í Fossvogi og föstudaginn 15. maí kl. 12 í Húsdýragarðinum.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.