Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea unnu í gærkvöld óvæntan útisigur á Arsenal, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og Arsene Wenger og hans menn máttu þola sitt fyrsta tap í ellefu leikjum.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea unnu í gærkvöld óvæntan útisigur á Arsenal, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og Arsene Wenger og hans menn máttu þola sitt fyrsta tap í ellefu leikjum.

Franski framherjinn Bafétimbi Gomis kom inná sem varamaður og skoraði sigurmarkið, alveg eins og hann gerði í fyrri leik liðanna í vetur sem Swansea vann einnig, 2:1.

Gylfi var í óvenjulegri stöðu sem fremsti maður þar sem enginn framherja liðsins var tilbúinn í heilan leik. Hann tók hins vegar drjúgan þátt í varnarleik liðsins á miðjunni.

Arsenal er áfram í þriðja sæti og mistókst að ná Manchester City að stigum. Swansea er nú nær öruggt með 8. sætið og gæti endað í sjötta sæti þegar upp verður staðið. vs@mbl.is