Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen
„Ekki liggja fyrir tölur yfir óskir um aðlaganir eða undanþágur frá gerðum, hvorki hérlendis, hjá hinum EES/EFTA-ríkjunum né hjá EFTA-skrifstofunni,“ segir í svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Á.

„Ekki liggja fyrir tölur yfir óskir um aðlaganir eða undanþágur frá gerðum, hvorki hérlendis, hjá hinum EES/EFTA-ríkjunum né hjá EFTA-skrifstofunni,“ segir í svari Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Á. Andersen um það hversu oft, og í hvaða tilvikum, Ísland hafi óskað eftir undanþágum frá innleiðingu EES-gerða á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar á árabilinu 2000-2014.

Ráðherra mun óska eftir yfirliti

Í bréfinu segir meðal annars að um 10.460 gerðir hafi verið teknar upp í EES-samninginn frá upphafi en í dag eru um 4.500 þeirra enn í gildi.

„Ráðherra mun óska þess að lagt verði fram á lestrarsal Alþingis yfirlit frá 17. ágúst 2011 yfir efnislegar aðlaganir og undanþágur Íslands fram að þeim tíma og veitir það skjal vissa yfirsýn. Frá þeim tíma hafa um 1.800 gerðir verið felldar inn í EES-samninginn með 902 ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar,“ segir í bréfinu.

„Ísland hefur þannig samið um ýmsar aðlaganir og undanþágur, hvort sem er að hluta eða í heild. Sem dæmi um nokkrar undanþágur sem Ísland hefur samið um eru t.d. veigamiklar undanþágur frá gerðum um reglur er varða dýraheilbrigði og lifandi dýr,“ segir þar.