Fyrrverandi starfsmenn gríska ríkisútvarpsins, ERT, hömpuðu mjög gríska fánanum í gær þegar þeir ruddust inn í aðalstöðvar stofnunarinnar í gær og kröfðust þess að fá störfin sín strax aftur.
Fyrrverandi starfsmenn gríska ríkisútvarpsins, ERT, hömpuðu mjög gríska fánanum í gær þegar þeir ruddust inn í aðalstöðvar stofnunarinnar í gær og kröfðust þess að fá störfin sín strax aftur. Þing landsins samþykkti í lok apríl að endurreisa ERT sem var lokað 2013, um var að ræða lið í sparnaðaraðgerðum þáverandi ríkisstjórnar. En Syriza, róttækur vinstriflokkur sem nú er við völd, hét því að endurreisa ERT. Þjóðverjar segja nú að það gæti verið góð hugmynd að efna til þjóðaratkvæðis í Grikklandi um aðstoð Evrópusambandsins/Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðhaldsaðgerðirnar sem eru skilyrði fjárhagsaðstoðar þessara aðila.