Kaupendur fasteigna þurfa að greiða vexti sökum þess að ekki er hægt að þinglýsa lánasamningum vegna verkfalls lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Félag fasteignasala hefur sent út þau tilmæli til fasteignasala að miða beri við 6% óverðtryggða seðlabankavexti. Samkvæmt lögum geta seljendur krafist dráttarvaxta ef kaupendur inna ekki greiðslu af hendi á gjalddaga.
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri félags fasteignasala, segir að þessi niðurstaða hafi verið lögð til í ljósi sanngirnissjónarmiða fyrir bæði kaupendur og seljendur. 19