Dreifileiðir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Bluebird Cargo.
Dreifileiðir Skúli Skúlason, framkvæmdastjóri Bluebird Cargo. — Morgunblaðið/Ómar
Íslenska félagið Bláfugl, Bluebird Cargo, hefur gert samstarfssamning við Emirates Sky Cargo um flugfragt milli Íslands og 100 borga um allan heim.

Íslenska félagið Bláfugl, Bluebird Cargo, hefur gert samstarfssamning við Emirates Sky Cargo um flugfragt milli Íslands og 100 borga um allan heim.

Í tilkynningu frá Bluebird segir að Emirates Sky Cargo sé stærsta fragtflugfélag heims og að með samningum verði hægt að bjóða íslenskum inn- og útflytjendum að tengjast flugneti Emirates í Dublin á Írlandi

Bluebird flýgur til Dublin hvern virkan dag en Emirates flýgur tvisvar á dag milli Dublin og Dubaí á Boeing 777 breiðþotu. Flugvöllurinn í Dubai er tengiflugvöllur Emirates til 144 áfangastaða í 81 landi.

Magnús H. Magnússon segir samstarfið bjóða upp á nýja flutningsmöguleika á hagstæðum kjörum og hægt að tryggja góða vörumeðhöndlun alla leið. Er þannig hægt að tryggja ákveðið hitastig sendingar allt á áfangastað fyrir flutninga á fiski, lyfjum og grænmeti.

Bluebird Cargo á nú þegar í samstarfi við UPS Cargo og Aer Lingus. Með samningnum við Emirates Sky Cargo er ekki hvað síst verið að styrkja tengingar við áfangastaði í Asíu, Afríku og Eyjaálfu. ai@mbl.is