Kvikmynd Stilla úr verki Elínar Hansdóttur Suspension of Disbelief .
Kvikmynd Stilla úr verki Elínar Hansdóttur Suspension of Disbelief .
Á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í dag eru sýningar í Bíó Paradís á verkum eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu, annars vegar, og myndlistardúóið Libiu Castro & Ólaf Ólafsson. Klukkan 17 og 17.

Á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík í dag eru sýningar í Bíó Paradís á verkum eftir Elínu Hansdóttur myndlistarkonu, annars vegar, og myndlistardúóið Libiu Castro & Ólaf Ólafsson.

Klukkan 17 og 17.30 verður frumsýnd hér á landi kvikmynd Libiou og Ólafs, Caregivers , en hún er sögð nærgætin og áhrifamikil kvikmynd um árstíðabundin störf innflytjenda frá austurhluta Evrópu á Norður-Ítalíu.

Í verkinu kanna listamennirnir umönnun og heimaþjónustu út frá hugmyndum um von, útópíu og sjálfbæra framtíð.

Caregivers var gerð fyrir og frumsýnd á tvíæringnum Manifesta 7 á Ítalíu 2008, en hann var þá undir yfirskriftinni „Principle-Hope“.

Þá taka við sýningar klukkan 18 og 18.30 á Suspension of Disbelief , verki sem tekið var á sýningu Elínar Hansdóttur í KW Institute for Contemporary Art í Berlín í mars síðastliðnum. Á sýningunni er beitt tækni frá árdögum kvikmyndagerðar þar sem kvikmyndavél var beint gegnum glermálverk til að víkka út myndheima. Myndbandið var unnið í samvinnu við Margréti Bjarnadóttur, sem sá um hreyfingu, Úlf Hansson, sem hannaði hljóðmynd, og kvikmyndatökumanninn Frerk Lintz.

Innsetningar Elínar hafa vakið athygli á undanförnum árum. Þær eru ætíð gerðar fyrir tiltekin rými og taka á sig margvíslegar myndir, svo sem völundarhús og hljóð- eða sjónrænar blekkingar.