Doríon Myndverk eftir Doddu Maggý, unnið í tengslum við gjörning hennar í Kópavogskirkju. Átta listamenn eiga verk á sýningunni í Gerðarsafni.
Doríon Myndverk eftir Doddu Maggý, unnið í tengslum við gjörning hennar í Kópavogskirkju. Átta listamenn eiga verk á sýningunni í Gerðarsafni.
Í Gerðarsafni í Kópavogi verður klukkan 20 í kvöld, föstudag, opnuð sýningin Birting .

Í Gerðarsafni í Kópavogi verður klukkan 20 í kvöld, föstudag, opnuð sýningin Birting . Þetta er samsýning, á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

Listamennirnir sem eiga verkin eru, auk Gerðar, Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950), Erla Þórarinsdóttir (f. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (f. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969), Dodda Maggý (f. 1981), Lilja Birgisdóttir (b. 1983), Katrín Agnes Klar (f. 1985) og Ingibjörg Sigurjónsdóttir (f. 1985).

Lilja Birgisdóttir verður með gjörning við opnun sýningarinnar og klukkan 21 verður fluttur í Kópavogskirkju, nokkru ofar á hæðinni, Doríon, vídeó- & tónlistargjörningur eftir Doddu Maggý ásamt Kvennakórnum Kötlu.

Þá eru sýnd í safnaðarheimili kirkjunnar verk eftir Gerði.