Erla Sigþórsdóttir bókasafnsfræðingur fæddist í Reykjavík 19. júlí 1931. Hún andaðist 12. apríl 2015.

Útför Erlu var gerð 20. apríl 2015.

Það var ólíkur hópur af ungu fólki sem hittist í Norræna húsinu í maí 1984. Tilefni þess fundar var að við höfðum verið valin til að sækja námskeið í sænsku að Framnesi í Norður-Svíþjóð þá um sumarið. Erla var einn af þessum þátttakendum. Hópurinn náði vel saman á þessum yndislegu sumardögum og átti Erla stóran þátt í því með sinni léttu lund. Svo vel gekk að hópurinn hefur haldið vel saman síðan. Í huga okkar fylgdi Erlu virðuleiki og reisn.

Blessuð sé minning Erlu Sigþórsdóttur.

Fyrir hönd Framnesfara 1984,

Ólafur Örn Ólafsson.